Sessý

Sessy[*] Nafn:
Sessý (Sesselja Magnúsdóttir)

[*] Aldur:
37 ára

[*] Starf:
Söngkona og söngleiðbeinandi.

[*] Hvenær byrjaður þú í dansinum?
Ágúst 2008 (fyrir alvöru)

[*] Af hverju byrjaðirðu í dansinum?
Ég hafði alltaf haft dansþörf og löngun og prófað ýmislegt. En eftir að ég hafði farið á mitt fyrsta danskvöld hjá Salsa Iceland var ekki aftur snúið.

[*] Af hverju valdirðu þann dans/þá dansa sem þú dansar?
Latin tónlist hefur alltaf heillað mig, frá því ég var unglingur (ef ekki fyrr) svo tónlistin og dansinn völdu mig í rauninni.

[*] Ef þú dansar marga dansa, hver er þinn uppáhalds og af hverju?
Ég dansa salsa, bachata, kizomba og örlítinn argentískan tangó og cha cha. Minn uppáhaldsdans er bachata. Ástæðan er sú að dansinn er rólegur og “sensual” og tónlistin talar einstaklega til mín. Ég elska samt líka salsa og það sem heillar mig við salsa er orkan, gleðin og félagsskapurinn. Kizomba er líka mjöög ofarlega á lista, ég bara kann svo lítið ennþá.

[*] Hvað er það besta við dansinn?
Tjáningin, samskiptin við dansherrana (social dans er eins og samræður án orða), hreyfingin, tónlistin, gleðin, orkan, frelsið, félagsskapurinn, fjörið…. ég gæti haldið áfram í allt kvöld að nefna kostina við dansinn.

[*] Hver er besta dansminning þín?
Þær eru svo margar!! Ég skal reyna að halda þeim í lágmarki:

1) Fyrsta Salsa Iceland kvöldið mitt – Ég mun aldrei gleyma þeirri upplifun er ég gekk inn á staðinn og sá fullt af pörum á dansgólfinu. Mér fannst ég vera í bíómynd og trúði varla eigin augum!

2) Allir dansar við Ibi – Ibirocay Reguiera er margfaldur verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í salsa og er einn af kennurum Salsa Iceland. Hann er svo auðmjúkur og dásamlegur social dansari, lætur manni alltaf líða vel.

3) Dans með Hörpu Elínu á bílastæðinu á Keflavíkurflugvelli í janúarfrosti og snjó eftir dásemdarferð til Stokkhólms.

4) Allir krúttdansar við Lindu Rós.

5) Fyrsti afmælisdansinn minn í Salsa Iceland – þegar einhver á afmæli er sú hefð í hávegum höfð að herrarnir dansa í kringum afmælisdömuna og svo skiptast þeir á að dansa við hana. Þetta heyrði ég einu sinni kallað að vera dansaður til dauða.

6) Allir fyrstu dansarnir mínir sem voru svo skemmtilegir en kröfðust samt hugrekkis.

7) Dans við Luis Vasquez á salsakvöldi á vegum Salsa Mafíunnar á Kex – STÓRKOSTLEGUR dansari og einn af upphafsmönnum LA Style (og skipuleggjandi Love Dance Festival í Malmö).

8) Þegar Edda okkar Blöndal (Salsa Iceland) dansaði við freaking TONI PIRATA á Love Dance Festival í Malmö í ágúst (Toni Pirata er eitt af stærstu nöfnunum í Kizomba heiminum í dag). Við stóðum nokkur úr íslenska hópnum á kantinum og nutum þess að horfa á skemmtunina (og taka hana upp á símann).

9) Kizombaeinkatíminn minn í Köben (fór í frábæran tíma hjá Semba Denmark (Luis) – mæli með honum!).

10) Allir dansar við Yuleisy C. Rojas – salsadansari og –kennari í Köben sem ég hitti fyrst á Copenhagen Salsa Festival í maí og svo aftur þegar ég fór í september. – BARA dásemd að dansa við þennan hávaxna kúbverja með afróhárið og fyndna persónuleikann.

11) Kizombatími hjá Toni Pirata og Sophie Fox á LDF þar sem ég þurfti að stíga í óttann og treysta herrunum (og halla mér að þeim!).

12) Bachatadans við Emir á Söpavillionen (Köben) – dásamlegur social dansari í sensual bachata. Waves, circles, pauses….. top næs!

[*] Uppáhaldsdanslögin þín?
Te regalo (Monchy Y Alexandra – gamalt og gott bachatalag)

Promise (Usher ft. Romeo Santos – bachata)

El Hombre Perfecto (La India – bachata)

All Of Me (John Legend – bachataútgáfa)

Colgando En Tus Manos (Carlos Bauté og Marta Sanchez – bachata)

Vivir Mi Vida (Marc Anthony – æðislegt salsalag, möst að syngja með)

Amigo (Marc Anthony – salsa)

Yo Vengo De Cuba (FClan Con Salsa House – salsa)

[*] Eitthvað að lokum?
Ég hefði aldrei trúað því hve mikið líf mitt hefur breyst og hve ríkara það er orðið eftir að ég byrjaði að dansa reglulega og socially (ekki bara í danstímum eða fyrirframákveðnar dansrútínur heldur við herra sem stýrir og ég sem dama fylgi). Þvílík gleði, þvílíkt heilsubætandi áhugamál, sem ég get ekki lýst með orðum. Vildi óska þess að allir á Íslandi myndu prófa salsa og bachata, er viss um að allavega fjórðungur myndi halda áfram að eilífu!