Sandra

Sandra[*] Nafn:
Sandra !

[*] Aldur:
24 ára

[*] Starf:
Skóli lífsins

[*] Hvenær byrjaður þú í dansinum?
Ég byrjaði að dansa 2011.

[*] Af hverju byrjaðirðu í dansinum?
Ég fann svo mikla upplifun og mikið frelsi. Þetta er bara eins og að lifa sig inn í tónlistina.

[*] Af hverju valdirðu þann dans/þá dansa sem þú dansar?
Salsa og Bachata ! Tónlistin er svo skemmtileg, þetta eru skemmtileg spor og bara mikill áhugi !

[*] Ef þú dansar marga dansa, hver er þinn uppáhalds og af hverju?
Bachata er minn uppáhalds dans! Afhverju ? Mikið af mjaðmahreyfingum, skemmtileg tónlist, flottur dans, hann er rólegur.

[*] Hvað er það besta við dansinn?
Tónlistin að maður getur flætt með henni.

[*] Hver er besta dansminning þín?
Besta dansminning mín er þegar ég byrjaði. Kynntist fólkinu, kom mér inn í félagsskapinn og fékk að kynnast fólki sem hefur sama áhugamál.

[*] Uppáhaldsdanslögin þín?
Úff uppáhaldslögin mín, þau eru svo rosalega mörg. En ef ég þyrfti að velja eitt lag úr hvorum dansi þá væri það með Luis Enrique – Yo no se mañana(Salsa) og Romeo Santos – Odio(Bachata).

[*] Eitthvað að lokum?
Hmm eithvað að lokum ? Bara mæli rosalega vel með þessu, þetta er bara skemmtilegt.