Guðjón Elías

Gudjon

[*] Nafn:
Guðjón Elías Davíðsson

[*] Aldur:
24 ok djók 33 ára

[*] Starf:
Bifvélavirki, er nýbyrjaður í námi í flugvirkjun.

[*] Hvenær byrjaðir þú í dansinum?
Byrjaði 23. ágúst 2010 minnir mig 🙂

[*] Af hverju byrjaðir þú í dansinum?
Skyldi við fyrrverandi 4 mánuðum áður og hafði verið búinn að taka mig á líkamlega og andlega. Systir mín sá auglýsingu frá SalsaIceland og sagði við mig. Núna ferð þú í eitthvað svona. Og ég hugsaði „já hvers vegna ekki?? Fock it og skráði mig“.

[*] Af hverju valdir þú þann dans/þá dansa sem þú dansar?
Tja í raun valdi systir mín hann! Hahah en samt ég var í sveit og það var skylda að dansa og fannst alltaf gaman að dansa þannig að líka var búinn að dansa gömlu dansana og það sem kennt var þar og í raun bara átti þetta jafnvel eftir

[*] Ef þú dansar marga dansa, hver er þinn uppáhalds og af hverju?
Er voða mikið að einbeita mér að bachata núna og Kizomba enda er hann alveg nýr hér á landi.

[*] Hvað er það besta við dansinn?
Maður gleymir stað og stund, gleði og tala nú ekki um alla vinina sem maður hefur eignast. Er eitt það besta sem ég hef ákveðið að gera síðan ég fæddist!

[*] Hver er besta dansminning þín?
Ætli það sé ekki fyrsta sýningin með SIST hópnum hjá SalsaIceland. OMG!!!!!!
(innskot frá Lindu: SIST er nemendasýningarhópur SalsaIceland)

[*] Uppáhaldslögin þín?
Úffff er alveg glataður hvað þau heita en það er til dæmis Rebound chick…. lagið sko ekki textinn!!!! Mark Anthony er með mjög góð lög…. ohhhh Linda þú manst hvað þau heita…. 😀
Þau eru mörg, segjum það bara.

Kizomba:

Salsa:
(Linda reddar málunum)

Bachata:

[*] Eitthvað að lokum?
Af hverju ert þú ekki farin/n á námskeið?????? (beint til þeirra sem eru heima með allt niðrum sig)

Annað innskot frá Lindu: Takk systir Guðjóns fyrir að draga hann í dansinn!

Enn annað innskot frá Lindu: Hér má sjá Guðjón dansa fyrsta sýningaratriðið sitt með SIST.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *