Dansinn líkt og samtal

„Það geta allir dansað salsa. Dansinn er frekar auðveldur en salsa snýst um svo miklu meira. Salsa snýst um félagsskapinn, að stunda skemmtilega líkamsrækt og síðast en ekki síst að hafa gaman – þess vegna geta allir dansað salsa.“ segir Jóhannes Agnar Kristinsson salsakennari. Rut Ríkey Tryggvadóttir tangódansari segir að það sama gildi um tangóinn og bætir við að fólk þurfi ekki að láta skort á dansfélaga stoppa sig í að taka fyrstu sporin, „það er útbreiddur misskilningur að fólk þurfi dansfélaga því argentínskur tangó er „social“ dans þar sem allir dansa við alla. Reglulega eru haldin tangónámskeið og þau eru opin öllum og það eina sem þarf að hafa meðferðis er góða skapið.“

30. ágúst 2015 birtist þessi grein um salsa og tangó í blaðinu Reykjavík.

Dansinnliktogsamtal