Að byrja

ShortcutToHappinessLangar þig að byrja að dansa en veist ekki hvar þú ættir að byrja?

Ég mæli með að þú kíkir á alla dansana undir „Dansarnir“ hér að ofan. Þar sérðu helstu upplýsingar um dansana, sérð hvernig þeir eru, heyrir lögin og sérð hverjir kenna viðkomandi dansa.

Vikulega er ókeypis byrjendakennsla í:

» Argentískum tangó
» Bachata – yfir vetrartímann
» Kizomba
» Salsa

Sjá tímasetningar og staðsetningar hér.

Í janúar og september eru alltaf 2 fríar prufuvikur í Háskóladansinum:

» Boogie Woogie
» Lindy Hop
» Salsa
» Swing & Rock´n´Roll
» West Coast Swing

Það er óþarfi að mæta með dansfélaga á öll danskvöldin og flest námskeiðin.

Best er að byrja á námskeiði og byrja strax eða fljótlega að mæta á danskvöldin. Þó maður sé ekki að dansa mikið fyrst þegar maður er að byrja þá er gaman að mæta til að horfa á aðra dansa, spjalla og kynnast fólki.

Mörg stéttarfélög, starfsmannafélög og fyrirtæki styrkja dansiðkun. Til dæmis með líkamsræktarstyrkjum eða tómstundastyrkjum.

Ef þig langar að bæta andlega líðan – komdu að dansa
Ef þig langar að bæta líkamlega heilsu – komdu að dansa
Ef þig langar til að eignast fleiri vini og kunningja – komdu að dansa
Ef þig langar að eyða minni tíma með sófanum þínum – komdu að dansa
Ef þig langar að auka félagslíf þitt – komdu að dansa
Ef þig langar til að róa hugann – komdu að dansa
Ef þig langar í tilbreytingu í líf þitt – komdu að dansa

Dans eykur framleiðslu allra gleðihormónanna gígantískt!